
GDPR og gagnasöfn
Á hverjum degi bætist við þau gögn sem við geymum. Ekki bara bætist við gögnin sjálf heldur bætast sífelt við fleiri staðir þar sem við geymum gögnin. Gjarnan er hægt að skipta gagnasöfnum upp í tvo hópa. Annars vegar skipulögð gagnasöfn, og hins vegar óskipulögð. Dæmi um skipulagt gagnasafn er bókhaldskerfi. Óskipulagt gagnasafn er til dæmi tölvupóstkerfi eða gögn á sameiginlegu drifi. Í þessu bloggi ætla ég að fjalla um hvernig hægt er að ná stjórn á gögnum fyrirtækisins. Ó