
Ráðgjöf
Starfsfólk Innri hefur víðtæka reynslu af upplýsingatækni. Kynntu þér hvernig við getum aðstoðað við að ná markmiðum þínum, hvort sem þau eru sparnaður, aukið öryggi eða einfaldari upplýsingatækni.
Kynntu þér hugbúnaðarlausnir okkar hér á síðunni og bókaðu kynningu hjá ráðgjöfum okkar.
Öryggismál
Hætturnar eru margar í nútíma öryggismálum. Innri tekur að sér allt frá ráðgjöf í öryggismálum og að heildarúttekt á öryggismálum fyrirtækja og stofnanna. Glöggt er gests augað og það getur verið dýrkeypt að hafa öryggismálin ekki á hreinu.
Opinn hugbúnaður
Mikill kostnaður er við það að reka góð tölvukerfi og því getur ávinningurinn af því að skipta yfir í opinn hugbúnað verið mikill. Margir eru ekki tilbúnir að taka þetta skref vegna skorts á þekkingu á opnum hugbúnaði ásamt því að fáir og oftast engir þjónustuaðilar veit þjónustu við hugbúnaðinn. Innri hefur ákveðið að brúa þetta bil og býður fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og aðstoð við að meta hvort opinn hugbúnaður uppfylli kröfur og þarfir viðkomandi.
Almenn ráðgjöf
Hvort sem það er aðstoð við að velja hvaða lausn er hentugust, aðstoð við útboð, leit að tilboðum í verk eða önnur ráðgjöf tengt upplýsingatækni þá er Innri rétti aðilinn til að ráðleggja þér. Innri finnur í samráði við þig bestu lausnina á útfærslu þíns tölvukerfis og metur hvaða hýsingar og þjónustuaðilar eru best til þess fallnir að uppfylla þínar kröfur og þarfir.