top of page

ISIM / TIM Single Sign-On

Lengi vel höfum við aðeins getað boðið viðskiptavinum okkar upp á Single Sign-On (SSO) fyrir ISIM (IBM Security Identity Manager) með því að setja samhliða upp stærri SSO lausn. Fyrir þá viðskiptavini sem ekki eru að leita sér að stærri SSO lausn þá er full mikið að setja upp flóknari lausnir til að leysa SSO fyrir ISIM. Með nýju lausninni okkar er hægt að leysa SSO fyrir ISIM á einfaldan og ódýran hátt.

Byrjum á byrjuninni, fyrir þá sem ekki vita hvað SSO (Single Sign-On) er þá felst það í að notandi þurfi ekki að skrá sig sérstaklega inn í kerfið ef hann hefur þegar auðkennt sig með öðrum leiðum. Oftast er best að nota auðkenningu við AD, þ.e. að nóg er fyrir notandann að skrá sig inn á sína vinnustöð og eftir það er hann sjálfvirkt auðkenndur við vefviðmót sem hann fer á.

Oftast vilja viðskiptavinir okkar SSO, sérstaklega ef endanotendur (aðrir en kerfisstjórar) eru að nota ISIM. Lausnin sem við skrifuðum er einföld og flótleg í uppsetningu og við bjóðum okkar viðskiptavinum hana á hagstæðu verði. Hún virkar vel og felur í sér að hafi notandi skráð sig inn á vinnustöðina sína þá auðkennist notandi sjálfvirkt við ISIM þegar vefþjónustan er opnuð.

Allar upplýsingar um verð á lausninni veitir Guðmunda.

Til gamans má geta að fyrir þá sem leita að heildstæðri SSO lausn sem virkar gagnvart öllum vefkerfum fyrirtækisins þá er ISAM (IBM Security Access Manager) SSO lausnin sem við höfum hingað til boðið upp á . Það er frábær lausn sem við hjá Innri höfum góða reynslu af. ISAM leyfi fást á góðu verði þegar þau eru tekin í pakka með ISIM leyfum sem skemmir ekki fyrir. Ég kem til með að gera ISAM að umfjöllunarefni í annari blog færslu síðar.

#ISIM #IBMSecurityIdentityManager #SSO #SingleSignOn

Leita eftir töggum
No tags yet.
bottom of page