Morgunverðarfundur: Hversu öruggt er tölvuumhverfið þitt?

Hversu öruggt er tölvuumhverfið þitt?
Morgunverðarfundur með sérfræðingum IBM, Crayon og Innri hugbúnaðarlausna.
Við eigum von á sérfræðingum frá IBM Security til landsins. Af því tilefni bjóða Crayon, Innri og IBM viðskiptavinum sínum til morgunverðarfundar þann 2. október nk. þar sem öryggismál í tölvuumhverfum verða í fararbroddi.
Staður: Grand hótel - Háteigi, 4. hæð.
Tímasetning: 2. október, kl. 08.30-10.30.
Morgunverður verður framreiddur frá kl. 08.30. Kynningin hefst stundvíslega kl. 09.00.
Dagskrá
Kynningin er ætluð öllum þeim sem vilja auka öryggi, rekjanleika og halda betur utan um aðgangsstýringar að mikilvægustu tölvuumhverfum í rekstrinum.
Hvað gerum við hjá Innri? Kristinn Einarsson | Tæknimaður | Innri Hugbúnaðarlausnir
Reduce Cost, Increase Flexibility and Stay Compliant Kjell Noralf Langeland | Global IBM Sales Manager | Crayon AS
IBM Security Immune System Joergen Fabrin | Security Information Sales in the Nordics | IBM
Governance Marco Venuti | CTO Identity Governance | IBM
Fundarstjóri: Guðmunda Bára Emilsdóttir | Verkefnastjóri | Innri hugbúnaðarlausnir.
IBM Security
IBM er leiðandi í þróun þegar kemur að tölvuöryggi og býður fjölbreytt úrval lausna.
IBM hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá Gartner Magic Quadrant sem leiðandi framleiðandi í öryggislausnum. Crayon er stoltur Global IBM Platinum Business Partner.
